Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00