Koma svo SSH! Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun