Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 17:45 Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu á síðasta ári til þess að sprengja flugelda og fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu. Flugeldar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu.
Flugeldar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira