Heimsmeistarar Frakka taka með sér stóran hóp á EM í Króatíu og einhverjar verða að fylgjast með úr stúkunni.
Didier Dinart landsliðsþjálfari ákvað að velja átján manna hóp þar sem óvissa er með þátttöku Luka Karabatic sem er meiddur á ökkla. Vonast er til að hann geti tekið þátt á einhverjum tímapunkti.
Aðeins má spila með sextán hverju sinni og fyrst um sinn verður Romain Lagarde, leikmaður Nantes, sautjándi maður. Karabatic er svo átjándi maður á meðan hann er meiddur.
Franski hópurinn fyrir utan Lagarde og Karabatic:
Markverðir:
Vincent Gérard (Montpellier)
Cyril Dumoulin (Nantes)
Aðrir leikmenn:
Michaël Guigou (Montpellier)
Raphaël Caucheteux (Saint-Raphaël)
Nikola Karabatic (Paris)
Timothey N'Guessan (Barcelona)
Nicolas Claire (Nantes)
Kentin Mahé (Flensburg)
Dika Mem (Barcelona)
Nedim Remili (Paris)
Adrien Dipanda (Saint-Raphaël)
Luc Abalo (Paris)
Valentin Porte (Montpellier)
Nicolas Tournat (Nantes)
Benjamin Afgour (Montpellier)
Cédric Sorhaindo (Barcelona)
