Geir: Þetta er bara staðan á okkur í dag og við höfum verk að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2018 19:39 Geir Sveinsson. Vísir/Eyþór Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir. EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sjá meira
Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sjá meira