„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 22:00 Það var nóg skotið upp við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld. vísir/egill Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00