Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:12 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig. Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig.
Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51
Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16