Vegferðin á EM í Króatíu hófst á stórsigri í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson frétti það ekki fyrr en í hádeginu í gær að hann ætti að spila við Japan um kvöldið. Óðinn skoraði sex mörk í seinni hálfleik og fer líklega með til Þýskalands vegna veikinda í íslenska hópnum en Rúnar Kárason gat heldur ekki spilað í gær. Hér skorar Óðinn í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira