Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. janúar 2018 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“ Lögreglumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“
Lögreglumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira