Náði takmarkinu og grét af gleði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir segist vera í sjokki yfir því hve vel gekk. Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30