Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt ætla að veita falsfréttaverðlaun í dag. Vísir/Getty Svo virðist sem að ítrekaðar árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á trúverðugleika fjölmiðla hafi verulega áhrif á afstöðu stuðningsmanna hans. Ný könnun bendir til þess að 42% repúblikana telji að fréttir sem eru efnislega réttar séu alltaf „falsfréttir“ ef þær sýna stjórnmálamann eða samtök í neikvæðu ljósi. Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif svonefndra „falsfrétta“ á lýðræðið og kosningar í vestrænum ríkjum undanfarin tvö ár. Upphaflega var þá átt við upplognar eða misvísandi fréttir vafasamra vefsíðna sem var svo dreift um samfélagsmiðla. Fljótlega eignaði Trump sér hugtakið en notaði það til að hafna öllum neikvæðum fréttum um sig, óháð sannleiksgildi þeirra. Sá hugsunarháttur virðist hafa síast inn hjá repúblikönum í Bandaríkjunum ef marka má fyrrnefndar niðurstöður könnunar Gallup og Knight-sjóðsins. Til samanburðar voru 17% demókrata þeirrar skoðunar að neikvæð umfjöllun væri alltaf „falsfréttir“. Svo langt hefur Trump gengið í að saka fjölmiðla um að flytja „falsfréttir“ að hann hefur boðað til sérstakra falsfréttaverðlauna sem hann hefur sagt að eigi að tilkynna um í dag. Þau eiga að falla í skaut þess fjölmiðils sem flytji helstu „falsfréttirnar“ að mati stuðningsmanna forsetans. Hvíta húsið hefur hins vegar slegið úr og í um hvort að af verðlaunaafhendingunni verði. Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Svo virðist sem að ítrekaðar árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á trúverðugleika fjölmiðla hafi verulega áhrif á afstöðu stuðningsmanna hans. Ný könnun bendir til þess að 42% repúblikana telji að fréttir sem eru efnislega réttar séu alltaf „falsfréttir“ ef þær sýna stjórnmálamann eða samtök í neikvæðu ljósi. Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif svonefndra „falsfrétta“ á lýðræðið og kosningar í vestrænum ríkjum undanfarin tvö ár. Upphaflega var þá átt við upplognar eða misvísandi fréttir vafasamra vefsíðna sem var svo dreift um samfélagsmiðla. Fljótlega eignaði Trump sér hugtakið en notaði það til að hafna öllum neikvæðum fréttum um sig, óháð sannleiksgildi þeirra. Sá hugsunarháttur virðist hafa síast inn hjá repúblikönum í Bandaríkjunum ef marka má fyrrnefndar niðurstöður könnunar Gallup og Knight-sjóðsins. Til samanburðar voru 17% demókrata þeirrar skoðunar að neikvæð umfjöllun væri alltaf „falsfréttir“. Svo langt hefur Trump gengið í að saka fjölmiðla um að flytja „falsfréttir“ að hann hefur boðað til sérstakra falsfréttaverðlauna sem hann hefur sagt að eigi að tilkynna um í dag. Þau eiga að falla í skaut þess fjölmiðils sem flytji helstu „falsfréttirnar“ að mati stuðningsmanna forsetans. Hvíta húsið hefur hins vegar slegið úr og í um hvort að af verðlaunaafhendingunni verði.
Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira