Aron Pálmars með langflesta tapaða bolta á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 11:30 Aron Pálmarsson. Vísir/Ernir Íslenska handboltalandsliðið er á heimleið frá EM í Króatíu eftir að allt fór á versta veg í lokaumferð riðlakeppninnar. Töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir á endanum. Íslensku strákarnir misstu niður fjögurra marka forskot á síðustu átján mínútunum og töpuðu með þriggja marka mun á móti Serbíu. Svíar unnu svo Króata og því sat íslenska liðið eftir í riðlinum þrátt fyrir sigur á Svíum í fyrsta leik. Aron Pálmarsson var í risastóru hlutverki í sóknarleik íslenska liðsins og ábyrgð hans mikil. Aron bjó til mikið af færum fyrir félaga sína en hann var einnig með ótrúlega mikið af töpuðum boltum. Aron tapaði alls sextán boltum í þessum þremur leikjum eða 5,7 að meðaltali í leik. Hann var þannig með helming allra tapaða bolta íslenska liðsins á Evrópumótinu. Íslenski leikstjórnandinn er líka með yfirburðarforystu á listanum sem enginn vill vera á. Aron er nefnilega með langflesta tapaða bolta til þessa af öllum leikmönnum Evrópumótsins í Króatíu. Aron hefur tapað fjórum boltum fleira en næsti maður sem er Tékkinn Ondrej Zdráhala. Tékkar eiga eftir að spila sinn þriðja leik í kvöld og því gæti Zdráhala auðvitað tekið fyrsta sætið af Aroni. Aron er síðan með tvöfalt fleiri tapaða bolta en þriðji maður á listanum en í 3. til 4. sæti eru Ungverjinn Mate Lekai og Hvít-Rússinn Siarhei Shylovich með átta tapaða bolta hvor. Allan listann má sjá hér fyrir neðan. EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á heimleið frá EM í Króatíu eftir að allt fór á versta veg í lokaumferð riðlakeppninnar. Töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir á endanum. Íslensku strákarnir misstu niður fjögurra marka forskot á síðustu átján mínútunum og töpuðu með þriggja marka mun á móti Serbíu. Svíar unnu svo Króata og því sat íslenska liðið eftir í riðlinum þrátt fyrir sigur á Svíum í fyrsta leik. Aron Pálmarsson var í risastóru hlutverki í sóknarleik íslenska liðsins og ábyrgð hans mikil. Aron bjó til mikið af færum fyrir félaga sína en hann var einnig með ótrúlega mikið af töpuðum boltum. Aron tapaði alls sextán boltum í þessum þremur leikjum eða 5,7 að meðaltali í leik. Hann var þannig með helming allra tapaða bolta íslenska liðsins á Evrópumótinu. Íslenski leikstjórnandinn er líka með yfirburðarforystu á listanum sem enginn vill vera á. Aron er nefnilega með langflesta tapaða bolta til þessa af öllum leikmönnum Evrópumótsins í Króatíu. Aron hefur tapað fjórum boltum fleira en næsti maður sem er Tékkinn Ondrej Zdráhala. Tékkar eiga eftir að spila sinn þriðja leik í kvöld og því gæti Zdráhala auðvitað tekið fyrsta sætið af Aroni. Aron er síðan með tvöfalt fleiri tapaða bolta en þriðji maður á listanum en í 3. til 4. sæti eru Ungverjinn Mate Lekai og Hvít-Rússinn Siarhei Shylovich með átta tapaða bolta hvor. Allan listann má sjá hér fyrir neðan.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira