Þrátt fyrir að hafa verið með fjögurra marka forystu í síðari hálfleik náðu strákarnir okkar í íslenska landsliðinu að glopra niður forystunni á erfiðum lokakafla gegn Serbíu á EM í Króatíu í kvöld.
Niðurstaðan varð þriggja marka tap, 29-26, og hanga vonir okkar um að komast áfram í milliriðla á bláþræði. Til þess þurfa strákarnir okkar að stóla á sigur Króatíu gegn Svíþjóð.
Það hefði þó getað verið verra þar sem fjögurra marka tap hefði þýtt að Ísland væri úr leik, óháð úrslitanna í síðari leik riðilsins.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og festi hann á filmu. Myndum hans er hægt að fletta hér fyrir neðan.
Myndasyrpa: Súrt tap gegn Serbum

Tengdar fréttir

Í beinni: Króatía - Svíþjóð | Örlög strákanna ráðast í kvöld
Ísland er úr leik á EM í Serbíu. Það varð ljóst eftir óvæntan sigur Svíþjóðar á gestgjöfum Króatíu í kvöld.

Einkunnir Íslands: Guðjón Valur bestur
Vísir gefur leikmönnum og þjálfara einkunn fyrir frammistöðu sína á EM í Króatíu.

Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot"
Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld.

Kári: Við förum áfram með tvö stig og allir góðir
Ísland þarf að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð til þess að fara áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta eftir þriggja marka tap gegn Serbum

Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu
Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld.

Tölfræði HB Statz: Sóknarleikurinn varð Íslandi að falli
HB Statz greinir frammistöðu Íslands í tapinu gegn Serbíu á EM í kvöld.