Kári: Við förum áfram með tvö stig og allir góðir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2018 19:25 Kári skoraði fjögur mörk af línunni í kvöld vísir/epa „Nei,“ var einfalt svar Kára Kristjáns Kristjánssonar þegar Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort hann hefði útskýringu á hvað gerist síðasta korter leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Ísland tapaði leiknum 26-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Viltu ekki einu sinni reyna að giska? „Nei, við vorum einhvern veginn alltaf næstum því alveg komnir með þetta, settum í þrjú, settum í fjögur, en náðum aldrei að halda þessu forskoti. Fengum alltaf mark í bakið sem var vesen.“ „Við þurfum bara að læra af þessum leik að vera bara slakir. Króatía er að fara að vinna á eftir og við förum áfram með tvö stig og allir góðir.“ Þar sem Ísland tapaði aðeins með þriggja marka mun þá tryggir markatala okkur áfram í milliriðla, með því skilyrði að Króatía vinni Svíþjóð. Ef Svíar ná í stig þar eru Íslendingar á leiðinni heim. „Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Þetta er bara þannig. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðum við líka farið áfram með tvö stig. Hefði verið fínt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ sagði pollrólegur Kári. Íslenska liðið virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik og hrundi leikur liðsins þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. „Það er komin pressa og þá megum við ekki fara inn í skelina og hætta að taka ábyrgð. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við eigum að vera orðnir það góðir að þetta fari bara í auto-pilot.“ „Við þurfum að halda áfram að klára vinnuna okkar í kerfunum og treysta á sjálfa okkur, ekki bara á næsta mann.“ Skortur hefur verið á mörkum af línunni á mótinu, en Kári skilaði fjórum stykkjum í dag. „Já, það var búið að kalla eftir þessu og það kom. En við þurftum að sjálfsögðu að fá það í tapleik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
„Nei,“ var einfalt svar Kára Kristjáns Kristjánssonar þegar Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort hann hefði útskýringu á hvað gerist síðasta korter leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Ísland tapaði leiknum 26-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Viltu ekki einu sinni reyna að giska? „Nei, við vorum einhvern veginn alltaf næstum því alveg komnir með þetta, settum í þrjú, settum í fjögur, en náðum aldrei að halda þessu forskoti. Fengum alltaf mark í bakið sem var vesen.“ „Við þurfum bara að læra af þessum leik að vera bara slakir. Króatía er að fara að vinna á eftir og við förum áfram með tvö stig og allir góðir.“ Þar sem Ísland tapaði aðeins með þriggja marka mun þá tryggir markatala okkur áfram í milliriðla, með því skilyrði að Króatía vinni Svíþjóð. Ef Svíar ná í stig þar eru Íslendingar á leiðinni heim. „Ég er ekkert stressaður yfir þessu. Þetta er bara þannig. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðum við líka farið áfram með tvö stig. Hefði verið fínt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik,“ sagði pollrólegur Kári. Íslenska liðið virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik og hrundi leikur liðsins þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. „Það er komin pressa og þá megum við ekki fara inn í skelina og hætta að taka ábyrgð. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við eigum að vera orðnir það góðir að þetta fari bara í auto-pilot.“ „Við þurfum að halda áfram að klára vinnuna okkar í kerfunum og treysta á sjálfa okkur, ekki bara á næsta mann.“ Skortur hefur verið á mörkum af línunni á mótinu, en Kári skilaði fjórum stykkjum í dag. „Já, það var búið að kalla eftir þessu og það kom. En við þurftum að sjálfsögðu að fá það í tapleik,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira