Sveitarstjórnir beri einnig ábyrgð á því að tryggja öryggi íþróttaiðkenda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 21:00 Áslaug María Friðriksdóttir segir ábyrgð sveitarstjórna á áreitnis-og ofbeldismálum innan íþrótta-og æskulýðshreyfinga einnig vera mikla. Sjálfstæðisflokkurinn Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ábyrgð sveitarstjórna sé mikil þegar komi að því að tryggja öryggi barna og unglinga sem iðka íþróttir hjá viðkomandi sveitarfélagi í ljósi þess að íþróttafélögin séu styrkt með opinberum sjóðum. Íþróttafélögin séu að veita þjónustu í nafni viðkomandi sveitarfélags. Áslaug María býður sig fram í leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Áttu við að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá sveitarstjórnum?„Mér finnst ábyrgðin liggja alls staðar í samfélaginu. Ég held það sé ekki hægt að segja að hún liggi meira hjá einum frekar en öðrum en þegar sveitarstjórnir eru að borga með starfi og að styrkja starf stendur maður í þeirri trú að það sé unnið faglega. Manni bregður náttúrulega að lesa svona sögur. Þetta er svo ungt fólk, svo ungar stelpur. Það bara hríslast kalt vatn niður hrygginn,“ segir Áslaug María sem var auðheyrilega brugðið yfir frásögnum íþróttakvenna af áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum sem voru gerðar opinberar í fyrradag.462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum.Myndvinnsla/GarðarAðgerðaráætlun um verklag í samningsformi við íþrótta-og æskulýðshreyfingarÁslaug segist ætla að setja þessi mál á oddinn á vettvangi stjórnmálanna en bætir þó við að hún sé ekki tilbúin með nákvæma útfærslu á því hvernig best sé að eiga við málin. Á næstu dögum verði rætt um mögulega útfærslu. „Ég tel að þetta sé mál sem allir verði að taka mjög alvarlega. Hvernig á að bregðast við? Hvaða leiðir eru færar? Hvernig látum við börnin vita?“ „Það hlýtur að vera eðlilegt að þessi félög fái sömu brýningu og aðrir í borgarkerfinu,“ segir Áslaug sem segir að það sé mikilvægt að það verði sett í samninga við íþróttafélögin að fulltrúar þeirra séu búnir að úthugsa í hvaða farveg þau hyggist segja mál af þessum toga og tryggja það að aðilar hljóti áheyrn og meðferð.Þverpólitískt mál að tryggja öryggi íþróttaiðkendaÁslaug á ekki von á því að þessi mál verði kosningamál á milli flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir að mikil samstaða ríki um mikilvægi þess að taka hart á þessum málum og að þau skilaboð verði send að áreitni og ofbeldi verði ekki liðin. „Það er auðvitað mikil samstaða, við vorum allar með í #Me too byltingunni í pólitíkinni. Ég held það sé ofboðslega mikil samstaða. Ég sé ekki fyrir mér að þetta verði kosningamál milli flokka en þetta setur klárlega málin á dagskrá hjá öllum flokkum,“ segir Áslaug.Lilja Alfreðsdóttir fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum.Vísir/StefánStofnuðu starfshóp um gerð aðgerðaráætlunarÍ sömu hugleiðingum er Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, sem nú þegar hefur fundað með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ, og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Á fundinum var ákveðið að stofna starfshóp á vegum ráðuneytisins um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni komi upp innan íþrótta-og æskulýðshreyfingarinnar. MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ábyrgð sveitarstjórna sé mikil þegar komi að því að tryggja öryggi barna og unglinga sem iðka íþróttir hjá viðkomandi sveitarfélagi í ljósi þess að íþróttafélögin séu styrkt með opinberum sjóðum. Íþróttafélögin séu að veita þjónustu í nafni viðkomandi sveitarfélags. Áslaug María býður sig fram í leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Áttu við að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá sveitarstjórnum?„Mér finnst ábyrgðin liggja alls staðar í samfélaginu. Ég held það sé ekki hægt að segja að hún liggi meira hjá einum frekar en öðrum en þegar sveitarstjórnir eru að borga með starfi og að styrkja starf stendur maður í þeirri trú að það sé unnið faglega. Manni bregður náttúrulega að lesa svona sögur. Þetta er svo ungt fólk, svo ungar stelpur. Það bara hríslast kalt vatn niður hrygginn,“ segir Áslaug María sem var auðheyrilega brugðið yfir frásögnum íþróttakvenna af áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum sem voru gerðar opinberar í fyrradag.462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum.Myndvinnsla/GarðarAðgerðaráætlun um verklag í samningsformi við íþrótta-og æskulýðshreyfingarÁslaug segist ætla að setja þessi mál á oddinn á vettvangi stjórnmálanna en bætir þó við að hún sé ekki tilbúin með nákvæma útfærslu á því hvernig best sé að eiga við málin. Á næstu dögum verði rætt um mögulega útfærslu. „Ég tel að þetta sé mál sem allir verði að taka mjög alvarlega. Hvernig á að bregðast við? Hvaða leiðir eru færar? Hvernig látum við börnin vita?“ „Það hlýtur að vera eðlilegt að þessi félög fái sömu brýningu og aðrir í borgarkerfinu,“ segir Áslaug sem segir að það sé mikilvægt að það verði sett í samninga við íþróttafélögin að fulltrúar þeirra séu búnir að úthugsa í hvaða farveg þau hyggist segja mál af þessum toga og tryggja það að aðilar hljóti áheyrn og meðferð.Þverpólitískt mál að tryggja öryggi íþróttaiðkendaÁslaug á ekki von á því að þessi mál verði kosningamál á milli flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir að mikil samstaða ríki um mikilvægi þess að taka hart á þessum málum og að þau skilaboð verði send að áreitni og ofbeldi verði ekki liðin. „Það er auðvitað mikil samstaða, við vorum allar með í #Me too byltingunni í pólitíkinni. Ég held það sé ofboðslega mikil samstaða. Ég sé ekki fyrir mér að þetta verði kosningamál milli flokka en þetta setur klárlega málin á dagskrá hjá öllum flokkum,“ segir Áslaug.Lilja Alfreðsdóttir fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum.Vísir/StefánStofnuðu starfshóp um gerð aðgerðaráætlunarÍ sömu hugleiðingum er Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, sem nú þegar hefur fundað með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ, og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Á fundinum var ákveðið að stofna starfshóp á vegum ráðuneytisins um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni komi upp innan íþrótta-og æskulýðshreyfingarinnar.
MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00