Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu.
Þremur mínútum fyrir leikslok í gær var Duvnjak borinn af velli og þjálfari Króata, Lino Cervar, sagðist hafa áhyggjur af alvarleika meiðsla hans.
Duvnjak, sem er á mála hjá Alfreð Gíslasyni í Kiel, hefur verið að glíma við meiðsli það sem af er vetri og Alfreð var mótfallinn því að hann tæki yfir höfuð þátt í keppninni.
Næsti leikur Íslands á mótinu er einmitt gegn Króötum, og lítur verkefnið aðeins viðráðanlegar út án Duvnjak í liðinu. Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Duvnjak úr leik hjá Króötum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti


