Íslenska karlalandsliðið í handbolta endar í þrettánda sæti á Evrópumótinu í Króatíu ef marka má spá handboltasíðunnar handball-planet.com.
Það verða hinsvegar Danmörk og Þýskaland sem berjast um Evrópumeistaratitilinn en þeim er spáð efstu tveimur sætunum í þessari spá, Danmörku í 1. sæti og Þýskalandi í 2. sæti.
Þetta er fyrsta stórmótið síðan að umrædd lið, Danmörk og Þýskaland, misstu íslensku þjálfarana sem höfðu báðir unnið stórmótagull árið 2016.
Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum 2016 og Danir unnu Ólympíugull undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó 2016.
Handball-planet.com spáir því að íslenska liðið komist ekki upp úr sínum riðli þar sem liðið mætir heimamönnum í Króatíu auk Svía og Serba.
Svíar, sem spila undir stjórn Kristjáns Andréssonar á EM, er spáð áttunda sætinu en lið Austurríkis, sem Patrekur Jóhannesson þjálfar, er spáð sextánda og síðasta sæti.
Spá handball-planet.com fyrir lokastöðu EM 2108:
1. sæti - Danmörk
2. sæti - Þýskaland
3. sæti - Noregur
4. sæti - Króatía
5. sæti - Frakkland
6. sæti - Spánn
7. sæti - Slóvenía
8. sæti - Svíþjóð
9. sæti - Ungverjaland
10. sæti - Serbía
11. sæti - Makedónía
12. sæti - Hvíta-Rússland
13. sæti - Ísland
14. sæti - Svartfjallaland
15. sæti - Tékkland
16. sæti - Austurríki
Spá því að liðin sem misstu íslensku þjálfarana berjist um EM-gullið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti