Öldruðum áfram haldið niðri við fátæktarmörk Björgvin Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar