Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi eftir að hafa ógnað konu með eggvopni. Konuna sakaði ekki. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort þetta gerðist í heimahúsi eða annars staðar.
Upp úr klukkan hálf tvö í nótt var svo annar karlmaður handtekinn í miðborginni eftir að hafa sveiflað um sig eggvopni á veitingastað. Engan gesta sakaði áður en lögregla yfirbugaði manninn og vistaði í fangageymslu.
Ógnaði konu með eggvopni
Gissur Sigurðsson skrifar
