Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 23:09 Mikið hefur mætt á Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, síðasta árið enda hefur opinber rannsókn staðið yfir á hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar staðið yfir frá því síðasta vor. Vísir/AFP Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00