Vilji til lausna í leikskólamálum Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 25. janúar 2018 10:12 Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun