Coleman kom í mark á 6,37 sekúndum og bætti heimsmet samlanda síns Maurice Green um tvo hundruðustu úr sekúndu. Green hljóp fyrst á 6,39 sekúndum árið 1998 og jafnaði eigið met þremur árum síðar.
Coleman er 21 árs og sló í gegn á síðasta ári þegar að hann vann silfur í 100 metra hlaupi á HM í London en þar kom hann í mark á undan sjálfum Usain Bolt. Hann er einnig ríkjandi háskólameistari.
„Frábær byrjun á mínum ferli,“ skrifaði Coleman á Twitter en það ótrúlega í þessu er að þetta var fyrsta mót Bandaríkjamannsins unga sem atvinnumaður en áður var hann að keppa sem áhugamaður enda enn þá í skóla.
Hann bætti því 20 ára gamalt heimsmet á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður í frjálsíþróttum en hann hafði áður hlaupið 60 metrana hraðast á 6,45 sekúndum.
Christian Coleman er nafn sem áhugamenn um íþróttir þurfa að leggja á minnið því þessi naggur er líklega næsta stórstjarnan í bandarískum frjálsþróttum.