Harðir bardagar geisa í Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 13:02 Tyrkneskir hermenn á leið til Afrin. Vísir/Getty Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin. Mið-Austurlönd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira