Ekki vænlegt að leysa MeToo umræðuna með skotgrafahernaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 10:11 Gestur K. Pálmason sagði að það hafi ekki verið sitt markmið að koma fram fyrir hönd karlmanna í metoo umræðunni, en tók þó þeirri áskorun. VÍSIR/GVA Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn, en þar er rætt um sjónarhorn þeirra karlmanna sem vilja axla ábyrgð í tengslum við #MeToo. Gestur sagði í erindi sínu á morgunfundi stjórnmálaflokka um MeToo í dag, að það væri auðvelt að fyllast ógeði á því sem dunið hefur yfir konur, þeim rauða þræði í sögunum sem komið hafa fram í tengslum við MeToo umræðuna. Velti hann upp tveimur spurningum: „Er hægt að heila hræðilega hluti? Er hægt að snúa þessum hörmungum sem fram eru komnar í afl til góðs?“ Hann telur sjálfur að það sé hægt en til þess hafi verið nauðsynlegt að fá þessar sögur fram.Aðeins fjórir mættu á fundinnHann segir að rétta lausnin sé ekki að setja öll vandamálin í eitt box og týnast í ódýrum og einhliða lausnum. „Ég tel að sú leið sé ekki til þess fallin að nýta tækifærin sem eru í boði. Hin leiðin er að hafa í raun og veru getuna til að „höndla“ málið af tillitssemi og þroska og þróað okkur þannig í átt að samfélagi sem er fært um að taka þetta samtal án „pólariseringar“ og skotgrafahernaðar.“ Gestur segir að #égertil snúist um að miðla nýjum gildum til drengja, stöðva kynbundið ofbeldi og stöðva þann valdakúltúr þar sem hinn minni máttar sé undir. Það gekk þó ekki vel að safna saman körlum til þess að ræða þetta, á einn fundinn mættu aðeins fjórir. Það sé því ekki leiðin þó að margir hafi áhuga á að vera með í þessu.Magnað tækifæri „Við erum bara að reyna að hætta að vera „dicks“ og hætta að kúga helminginn af liðinu sem við erum að hitta í lífinu.“ Hann sagði gríðarlegan ótta meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal, enda mikill sársauki á báða bóga. Mikilvægt væri að hafa í huga að tungumálið skiptir máli í þessu samtali. „Við stöndum frammi fyrir því magnaða tækifæri sem er að heila samfélagið okkar og mér finnst metnaðarlaust að reyna ekki að heila það allt saman.“Katrín Jakobsdóttir setti MeToo umræðufund stjórnmálaflokka sem fór fram á Grand hóteli í morgun. Vísir/ErnirKerfislægt valdamisrétti„Þó a sögurnar séu jafn misjafnar og þær eru margar, og misalvarlegar, hafa þær saman sýnt fram á það kerfislæga valdamisrétti sem samfélagið okkar býr við á milli kynjanna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þegar hún setti morgunverðarfundinn. Katrín sagði að það væri í rauninni búið að endurhugsa allt eftir þessa byltingu, nefndi hún þar að það væri hollt og gott að karlar væru búin að leggjast undir feld og hugsa og að konur hefðu horft til baka og áttað sig á því að sum atvik sem þær hefðu orðið fyrir hefðu ekki verið í lagi. Umræðan hafi rækilega vakið athygli á djúpstæðu misræmi í samfélaginu og snortið flesta. Hún sagði jafnframt að stóra spurningin væri, hvað gerum við svo? Katrín sagði að stjórnmálaflokkarnir þyrftu að nálgast þessi mál eins og frjáls félagasamtök, mikilvægast sé að flokkarnir þetta saman. „Og nýtum líka að við erum ólíkar hreyfingar og við getum lært hvert af öðru í þessum málum.“ MeToo Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn, en þar er rætt um sjónarhorn þeirra karlmanna sem vilja axla ábyrgð í tengslum við #MeToo. Gestur sagði í erindi sínu á morgunfundi stjórnmálaflokka um MeToo í dag, að það væri auðvelt að fyllast ógeði á því sem dunið hefur yfir konur, þeim rauða þræði í sögunum sem komið hafa fram í tengslum við MeToo umræðuna. Velti hann upp tveimur spurningum: „Er hægt að heila hræðilega hluti? Er hægt að snúa þessum hörmungum sem fram eru komnar í afl til góðs?“ Hann telur sjálfur að það sé hægt en til þess hafi verið nauðsynlegt að fá þessar sögur fram.Aðeins fjórir mættu á fundinnHann segir að rétta lausnin sé ekki að setja öll vandamálin í eitt box og týnast í ódýrum og einhliða lausnum. „Ég tel að sú leið sé ekki til þess fallin að nýta tækifærin sem eru í boði. Hin leiðin er að hafa í raun og veru getuna til að „höndla“ málið af tillitssemi og þroska og þróað okkur þannig í átt að samfélagi sem er fært um að taka þetta samtal án „pólariseringar“ og skotgrafahernaðar.“ Gestur segir að #égertil snúist um að miðla nýjum gildum til drengja, stöðva kynbundið ofbeldi og stöðva þann valdakúltúr þar sem hinn minni máttar sé undir. Það gekk þó ekki vel að safna saman körlum til þess að ræða þetta, á einn fundinn mættu aðeins fjórir. Það sé því ekki leiðin þó að margir hafi áhuga á að vera með í þessu.Magnað tækifæri „Við erum bara að reyna að hætta að vera „dicks“ og hætta að kúga helminginn af liðinu sem við erum að hitta í lífinu.“ Hann sagði gríðarlegan ótta meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal, enda mikill sársauki á báða bóga. Mikilvægt væri að hafa í huga að tungumálið skiptir máli í þessu samtali. „Við stöndum frammi fyrir því magnaða tækifæri sem er að heila samfélagið okkar og mér finnst metnaðarlaust að reyna ekki að heila það allt saman.“Katrín Jakobsdóttir setti MeToo umræðufund stjórnmálaflokka sem fór fram á Grand hóteli í morgun. Vísir/ErnirKerfislægt valdamisrétti„Þó a sögurnar séu jafn misjafnar og þær eru margar, og misalvarlegar, hafa þær saman sýnt fram á það kerfislæga valdamisrétti sem samfélagið okkar býr við á milli kynjanna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þegar hún setti morgunverðarfundinn. Katrín sagði að það væri í rauninni búið að endurhugsa allt eftir þessa byltingu, nefndi hún þar að það væri hollt og gott að karlar væru búin að leggjast undir feld og hugsa og að konur hefðu horft til baka og áttað sig á því að sum atvik sem þær hefðu orðið fyrir hefðu ekki verið í lagi. Umræðan hafi rækilega vakið athygli á djúpstæðu misræmi í samfélaginu og snortið flesta. Hún sagði jafnframt að stóra spurningin væri, hvað gerum við svo? Katrín sagði að stjórnmálaflokkarnir þyrftu að nálgast þessi mál eins og frjáls félagasamtök, mikilvægast sé að flokkarnir þetta saman. „Og nýtum líka að við erum ólíkar hreyfingar og við getum lært hvert af öðru í þessum málum.“
MeToo Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00