Rúmlega 80 prósent lóða frá borginni fyrir leiguíbúðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Félagsstofnun stúdenta er þegar byrjuð að byggja 244 íbúðir við Sæmundargötu í Vatnsmýri. Vísir/Hanna Á síðasta ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum fyrir 1.711 íbúðir. Þar af var 1.422 lóðum úthlutað til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Því eru nær 83 prósent lóðaúthlutana séu til slíkra félaga. Í tilkynningunni kemur fram að meirihluti lóðanna sé ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í miðborginni. Uppbyggingin muni hins vegar þétta byggð. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir ánægjulegt að sjá lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar aukast. „Einkum er ánægjulegt að sjá að stærstu úthlutanirnar fara til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og munu bjóða fram leiguíbúðir fyrir hópa sem eiga erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði.“ Hún segir Íbúðalánasjóð ekki hafa lagt mat á hvað vanti margar íbúðir í borginni, en miðað við áætlun sem gefin var út síðasta vor vantaði hátt í 5.000 íbúðir á landsvísu til að jafnvægi næðist á markaði. Þeir byggingaverktakar sem blaðið ræddi við eru ekki sáttir við stöðuna og segja að það sárvanti lóðir í Reykjavík á almennan markað. „Það er eiginlega ekkert að hafa af lóðum hjá borginni. Þetta fer eiginlega allt í félagslega kerfið. Hinn hlutinn situr eftir,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gunnars og Gylfa. „Til að þessi markaður verði í jafnvægi þarf íbúðir fyrir fólk sem er að fara af stað og vill eiga íbúðir. En þetta er ekki í boði,“ segir Gunnar. Hann segir BYGG vera að klára Sjálandshverfið í Garðabæ og verið sé að byrja á nýju bryggjuhverfi í Kópavogi. Þá sé verið að byggja í Lundinum. Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Á síðasta ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum fyrir 1.711 íbúðir. Þar af var 1.422 lóðum úthlutað til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Því eru nær 83 prósent lóðaúthlutana séu til slíkra félaga. Í tilkynningunni kemur fram að meirihluti lóðanna sé ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í miðborginni. Uppbyggingin muni hins vegar þétta byggð. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir ánægjulegt að sjá lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar aukast. „Einkum er ánægjulegt að sjá að stærstu úthlutanirnar fara til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og munu bjóða fram leiguíbúðir fyrir hópa sem eiga erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði.“ Hún segir Íbúðalánasjóð ekki hafa lagt mat á hvað vanti margar íbúðir í borginni, en miðað við áætlun sem gefin var út síðasta vor vantaði hátt í 5.000 íbúðir á landsvísu til að jafnvægi næðist á markaði. Þeir byggingaverktakar sem blaðið ræddi við eru ekki sáttir við stöðuna og segja að það sárvanti lóðir í Reykjavík á almennan markað. „Það er eiginlega ekkert að hafa af lóðum hjá borginni. Þetta fer eiginlega allt í félagslega kerfið. Hinn hlutinn situr eftir,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gunnars og Gylfa. „Til að þessi markaður verði í jafnvægi þarf íbúðir fyrir fólk sem er að fara af stað og vill eiga íbúðir. En þetta er ekki í boði,“ segir Gunnar. Hann segir BYGG vera að klára Sjálandshverfið í Garðabæ og verið sé að byrja á nýju bryggjuhverfi í Kópavogi. Þá sé verið að byggja í Lundinum.
Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira