Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira