Um viðhald fasteigna og húsbók fjölbýlishúsa Daníel Árnason skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun