Fyrirsætuferill hinnar sjötugu Maye Musk ekki verið blómlegri í fimmtíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 23:30 May Musk sést hér ganga eftir tískupöllunum á tískuvikunni í New York í byrjun september í fyrra. Vísir/AFP Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Fyrirsætan Maye Musk, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í apríl næstkomandi, segist aldrei hafa haft jafnmikið að gera og um þessar mundir. Musk hefur setið fyrir á forsíðum fjölmargra tímarita á liðnu ári og verið andlit snyrtivörufyrirtæksins CoverGirl, þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur í bransanum. Musk hóf feril sinn sem fyrirsæta í Suður-Afríku, fimmtán ára gömul. Hún sagði þó tímabundið skilið við fyrirsætustörfin en Musk er næringarfræðingur að mennt og hefur lokið tveimur meistaragráðum. Þá kannast eflaust margir við eftirnafn hennar en Musk er móðir milljarðamæringsins og uppfinningamannsins Elons Musk. Eldri fyrirsætur virðast eiga upp á pallborðið hjá lesendum tískutímarita og Instagram-notenda um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Musk notfærir sér sjálf samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og deilir reglulega myndum af sér með fylgjendum sínum, sem eru um 90 þúsund talsins.Mæðginin May og Elon Musk.Vísir/AFP„Samkeppnin er ekki eins hörð þegar þú ert eldri, en framboð af störfum er líka minna,“ segir Musk í samtali við BBC. „Ef þú leggur hart að þér og deilir afrakstri erfiðisins þá geturðu aflað þér fylgjenda.“ Musk segir enn fremur náttúrulega, hvíta hárlit sinn hafa hjálpað sér að festa sig í sessi innan tískuheimsins. Á liðnu ári sat Musk fyrir á forsíðum tímaríta á borð við New York Magazine, Elle í Kanada og kóreska Vogue. Þá er hún elsta fyrirsætan sem ráðin hefur verið sem andlit snyrtivörufyrirtækisins CoverGirl í Bandaríkjunum. Einhverjir tískuspekingar, sem BBC náði tali af, telja eldri fyrirsætur á borð við Musk komnar til að vera. Aðrir segja þó að um tískubólu sé að ræða og aldurinn muni brátt jafnast út að nýju. Maye Musk á, eins og áður sagði, 50 ára fyrirsætuferil að baki og komst í úrslit Ungfrú Suður-Afríku-keppninnar árið 1969. Ári síðar giftist hún suður-afríska verkfræðingnum Errol Musk og átti með honum þrjú börn, Kimbal, Tosca og téðan Elon.Musk fór með hlutverk í tónlistarmyndbandi stjórstjörnunnar Beyoncé við lagið Haunted sem kom út árið 2014. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21
Vika í skot öflugustu eldflaugar heims Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, sagði á Twitter í gær að tilraunin hefði gengið vel til stæði að skjóta eldflauginni á loft eftir um það bil viku. 25. janúar 2018 10:15