Kæri námsmaður, heldur þú að LÍN leggi þér lið? Sandra Silfá Ragnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Grunnframfærsla LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði er 177.107 krónur á mánuði. Á meðan eru lágmarkslaun 280.000 krónur og grunnatvinnuleysisbætur 227.417 krónur á mánuði. Ég get ekki séð hvernig það er ódýrara fyrir námsmenn að lifa heldur en fólk á atvinnuleysisbótum eða lágmarkslaunum. Grunnframfærsla námsmanna er reiknuð út frá leigunni á Stúdentagörðum, en það eru bara alls ekki allir námsmenn svo heppnir að fá húsnæði á Stúdentagörðum. Námsmenn fá svo 92% af þeirri grunnframfærslu sem reiknuð er. Svo skulum við ekki gleyma því að frítekjumark LÍN er 930.000 krónur á ári fyrir skatt. Einungis 9 mánuðir eru lánshæfir svo námsmenn verða að vinna 3 mánuði á ári. Hverjar 100 krónur sem þú vinnur þér inn umfram 930.000 krónur skerða lánið um 45 krónur. Fyrir árið 2014 mátti námsmaður sem var að koma úr námshléi eða af vinnumarkaði fimmfalda frítekjumarkið. Árið 2014 var því breytt og síðan þá hefur einungis mátt þrefalda frítekjumarkið. Tökum sem dæmi námsmann sem er að koma af vinnumarkaði og er að hefja sitt háskólanám. Frá janúar og út ágúst hefur þessi tiltekni námsmaður unnið fulla vinnu og gott betur en það, vitandi það að námslánin eru lág og ætlað að reyna að safna smá inn á reikninginn áður en skólagangan hefst á ný. Þessa 8 mánuði er einstaklingurinn búinn að þurfa að borga leigu á almennum leigumarkaði og lifa á meðan. Eftir 8 mánaða vinnu er einstaklingurinn kominn yfir þreföldun frítekjumarksins, 2.790.000 krónur fyrir skatt. Námsmaðurinn sest svo á skólabekk í september spenntur fyrir náminu og ætlar að standa sig vel. Hann sækir um lán hjá LÍN, tekur að sér einhverjar vaktir til þess að reyna að fá smá aukapening, átti hugsanlega smá sparnað eftir til þess að bæta upp lága framfærslu námsmannsins. En svo kemur skellurinn. Þessi nýi námsmaður hafði unnið svo mikið þetta ár að hann fær ekki krónu frá LÍN. Námsmaðurinn hefur ekki efni á því að vera á almennum leigumarkaði lengur, er á biðlista hjá Stúdentagörðum og þarf að flytja til foreldra sinna sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Námsmaðurinn reynir því að taka allar aukavaktir sem honum bjóðast til þess að eiga fyrir bensínkostnaði til þess að keyra í skólann og geta borðað. Það er erfitt að vinna með 100% námi en hann er duglegur og tekst að ná öllum sínum 30 einingum og lifa af. Janúar hefst og þá er spariféð búið. Námsmaðurinn reynir að fá framfærslu hjá LÍN en það er sama svarið, hann hafði unnið of mikið árið sem skólagangan hófst. Vítahringurinn er hafinn. Námsmaðurinn þarf að fara aftur í fulla vinnu með fullu námi, til þess að geta framfleytt sér. Þegar vinnan er orðin 40 tímar á viku gefst ekki mikill tími til þess að sinna náminu, námsmaðurinn missir af tímum, verkefnaskilum og svo skellur prófatíðin á. Námsmaðurinn reynir að ná vorprófunum en hafði einfaldlega misst af of mörgum tímum á önninni til þess að vera með allt á hreinu, vegna vinnu. Námsmaðurinn fellur. Námsmaðurinn hefur þá unnið alla önnina og þarf að vinna yfir sumarmánuðina, líkurnar eru ekki með honum að fá lán þegar næsta önn hefst. Námsmaðurinn er kominn í vítahring.Er þetta kerfi virkilega hvetjandi fyrir námsmenn?Ég er ein af þessum heppnu sem býr á Stúdentagörðum: ein af 9% stúdenta á Íslandi. Leigan þar er um það bil 102.000 krónur á mánuði, þar sem ég er einstaklingur í stúdíóíbúð. Húsaleigubæturnar hjálpa vissulega, 31.000 krónur á mánuði. Þá fara 71.000 krónur af 177.107 krónum í húsaleigu, á ódýrasta leigumarkaðnum sem býðst sem námsmaður. Það gera 40% af ráðstöfunartekjum mínum. Samkvæmt viðmiðum Eurostat, sem stofnanir eins og Hagstofan notast við, flokkast það sem „verulega íþyngjandi húsnæðiskostnaður“. Þetta eru skilaboðin frá yfirvöldum. Ég vona þá kæri námsmaður, að þú vinnir ekki með námi og vinnir ekki fyrir meira en 310.000 krónur á mánuði fyrir skatt yfir sumarmánuðina þrjá. Þú skalt því lifa á 100.000 krónum, sem fara líklega í mat og bensín, eða almenningssamgöngur. Þú skalt ekki leyfa þér neitt, ekki einn bjór á barnum, ekki bíó einu sinni í mánuði. Ekki einu sinni láta þig dreyma um að komast í utanlandsferð næstu árin. Ef þér býðst góð sumarvinna með launum yfir 310.000 krónum á mánuði, mundu þá að námslánin skerðast. Ég skora á háttvirtan mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur til þess að fara í þessi mál strax. Hækkun frítekjumarks og endurreikning grunnframfærslu hefði átt að gerast fyrir mörgum árum. Fimmföldun frítekjumarks á að vera í boði fyrir stúdenta sem eru að koma úr námshléi og skerðingin á að vera lægri. Við stúdentar höfum fengið nóg. Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku í SHÍ.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00 Stóra samhengið Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. 1. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Grunnframfærsla LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði er 177.107 krónur á mánuði. Á meðan eru lágmarkslaun 280.000 krónur og grunnatvinnuleysisbætur 227.417 krónur á mánuði. Ég get ekki séð hvernig það er ódýrara fyrir námsmenn að lifa heldur en fólk á atvinnuleysisbótum eða lágmarkslaunum. Grunnframfærsla námsmanna er reiknuð út frá leigunni á Stúdentagörðum, en það eru bara alls ekki allir námsmenn svo heppnir að fá húsnæði á Stúdentagörðum. Námsmenn fá svo 92% af þeirri grunnframfærslu sem reiknuð er. Svo skulum við ekki gleyma því að frítekjumark LÍN er 930.000 krónur á ári fyrir skatt. Einungis 9 mánuðir eru lánshæfir svo námsmenn verða að vinna 3 mánuði á ári. Hverjar 100 krónur sem þú vinnur þér inn umfram 930.000 krónur skerða lánið um 45 krónur. Fyrir árið 2014 mátti námsmaður sem var að koma úr námshléi eða af vinnumarkaði fimmfalda frítekjumarkið. Árið 2014 var því breytt og síðan þá hefur einungis mátt þrefalda frítekjumarkið. Tökum sem dæmi námsmann sem er að koma af vinnumarkaði og er að hefja sitt háskólanám. Frá janúar og út ágúst hefur þessi tiltekni námsmaður unnið fulla vinnu og gott betur en það, vitandi það að námslánin eru lág og ætlað að reyna að safna smá inn á reikninginn áður en skólagangan hefst á ný. Þessa 8 mánuði er einstaklingurinn búinn að þurfa að borga leigu á almennum leigumarkaði og lifa á meðan. Eftir 8 mánaða vinnu er einstaklingurinn kominn yfir þreföldun frítekjumarksins, 2.790.000 krónur fyrir skatt. Námsmaðurinn sest svo á skólabekk í september spenntur fyrir náminu og ætlar að standa sig vel. Hann sækir um lán hjá LÍN, tekur að sér einhverjar vaktir til þess að reyna að fá smá aukapening, átti hugsanlega smá sparnað eftir til þess að bæta upp lága framfærslu námsmannsins. En svo kemur skellurinn. Þessi nýi námsmaður hafði unnið svo mikið þetta ár að hann fær ekki krónu frá LÍN. Námsmaðurinn hefur ekki efni á því að vera á almennum leigumarkaði lengur, er á biðlista hjá Stúdentagörðum og þarf að flytja til foreldra sinna sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Námsmaðurinn reynir því að taka allar aukavaktir sem honum bjóðast til þess að eiga fyrir bensínkostnaði til þess að keyra í skólann og geta borðað. Það er erfitt að vinna með 100% námi en hann er duglegur og tekst að ná öllum sínum 30 einingum og lifa af. Janúar hefst og þá er spariféð búið. Námsmaðurinn reynir að fá framfærslu hjá LÍN en það er sama svarið, hann hafði unnið of mikið árið sem skólagangan hófst. Vítahringurinn er hafinn. Námsmaðurinn þarf að fara aftur í fulla vinnu með fullu námi, til þess að geta framfleytt sér. Þegar vinnan er orðin 40 tímar á viku gefst ekki mikill tími til þess að sinna náminu, námsmaðurinn missir af tímum, verkefnaskilum og svo skellur prófatíðin á. Námsmaðurinn reynir að ná vorprófunum en hafði einfaldlega misst af of mörgum tímum á önninni til þess að vera með allt á hreinu, vegna vinnu. Námsmaðurinn fellur. Námsmaðurinn hefur þá unnið alla önnina og þarf að vinna yfir sumarmánuðina, líkurnar eru ekki með honum að fá lán þegar næsta önn hefst. Námsmaðurinn er kominn í vítahring.Er þetta kerfi virkilega hvetjandi fyrir námsmenn?Ég er ein af þessum heppnu sem býr á Stúdentagörðum: ein af 9% stúdenta á Íslandi. Leigan þar er um það bil 102.000 krónur á mánuði, þar sem ég er einstaklingur í stúdíóíbúð. Húsaleigubæturnar hjálpa vissulega, 31.000 krónur á mánuði. Þá fara 71.000 krónur af 177.107 krónum í húsaleigu, á ódýrasta leigumarkaðnum sem býðst sem námsmaður. Það gera 40% af ráðstöfunartekjum mínum. Samkvæmt viðmiðum Eurostat, sem stofnanir eins og Hagstofan notast við, flokkast það sem „verulega íþyngjandi húsnæðiskostnaður“. Þetta eru skilaboðin frá yfirvöldum. Ég vona þá kæri námsmaður, að þú vinnir ekki með námi og vinnir ekki fyrir meira en 310.000 krónur á mánuði fyrir skatt yfir sumarmánuðina þrjá. Þú skalt því lifa á 100.000 krónum, sem fara líklega í mat og bensín, eða almenningssamgöngur. Þú skalt ekki leyfa þér neitt, ekki einn bjór á barnum, ekki bíó einu sinni í mánuði. Ekki einu sinni láta þig dreyma um að komast í utanlandsferð næstu árin. Ef þér býðst góð sumarvinna með launum yfir 310.000 krónum á mánuði, mundu þá að námslánin skerðast. Ég skora á háttvirtan mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur til þess að fara í þessi mál strax. Hækkun frítekjumarks og endurreikning grunnframfærslu hefði átt að gerast fyrir mörgum árum. Fimmföldun frítekjumarks á að vera í boði fyrir stúdenta sem eru að koma úr námshléi og skerðingin á að vera lægri. Við stúdentar höfum fengið nóg. Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku í SHÍ.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.“
Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00
Stóra samhengið Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. 1. febrúar 2018 08:00
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun