Framúrskarandi og til fyrirmyndar Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun