Bréf verða borin út annan hvern dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Breytingin á póstþjónustu tekur gildi 1. febrúar. Vísir/Ernir Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar. Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar.
Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32