Kallað eftir VAR-fagni frá Stjörnunni í vinsælasta hlaðvarpi Bretlands Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 10:30 Veiða fisk. Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira
Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira