Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 12:15 Sigrún Aðalbjarnadóttir segir að leiðandi uppeldishættir séu heillavænlegar til að auka þroska barna. Vísir/Getty „Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
„Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00