Kjalarnes í forgang – 10 góðar ástæður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun