Mátti neita lesbíum um brúðartertu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 06:03 Bakarinn var ekki neyddur til að setja kökuskraut sem þetta á topp brúðartertunnar. VÍSIR/GETTY Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent