Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einróma í því að fresta rannsókn sinni á dómaramálinu. VÍSIR/EYÞÓR Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00