Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Uppi eru hugmyndir um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Vísir/Pjetur Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa í viðræðum við þýska fyrirtækið Bremenports neitað að taka á sig fjárhagslega ábyrgðir og skuldbindingar vegna fyrirhugaðrar byggingar stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Bremenports á að leiða fjármögnun og öflun verkefna fyrir höfnina og hefur farið fram á að sveitarfélögin skuldbindi sig og lýst því yfir að settar verði fram kröfur um frekari aðkomu ríkisins varðandi uppbyggingu innviða á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögmenn sveitarfélaganna tóku saman um miðjan janúar og Fréttablaðið hefur undir höndum. Fjallar hún um stöðu Finnafjarðarverkefnisins og lýsir meðal annars ágreiningsefnum sem komu upp í viðræðunum í fyrra. Þar segir að Bremenports virðist telja nauðsynlegt að væntanlegir sérleyfishafar hafnarinnar hafi tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina geti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu, auk þess sem engar lagaheimildir eru til staðar til þess að hægt sé að verða við henni,“ segir í skýrslunni. Þar er rifjað upp að í janúar í fyrra fékkst samþykki frá pólitískt kjörinni stjórn Bremenports fyrir þátttöku í verkefninu. Fulltrúar þess hafi hitt forsvarsmenn sveitarfélaganna á fjórum fundum á árinu og átt önnur margvísleg samskipti. Stóru línur verkefnisins virðast smám saman farnar að skýrast þrátt fyrir að engir samningar hafi verið undirritaðir. Hugmyndir séu uppi um stofnun þriggja sjálfstæðra félaga; þróunarfélags, hafnarfélags og félags landeigenda. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni eiga hafnarfélagið að fullu sem verði eigandi hafnarinnar og hafi umsjón með framkvæmdum á og við höfnina. Þróunarfélagið verði einnig í þeirra eigu en að auki Bremenports og utanaðkomandi fjárfesta. Viðræður um skiptingu hlutafjár og útfærslu á réttindum sem tengjast eignarhaldi í því félagi standa nú yfir. Fréttablaðið greindi í september frá fundi sveitarstjóra Langanesbyggðar með forsvarsmönnum kínverska fyrirtækisins Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, þar sem áformin um höfnina voru kynnt. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hennar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaganna, EFLU og Bremenports. Búið er að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Ljóst er að ef af framkvæmdum verður mun verkefnið hlaupa á tugum milljarða króna en það hefur verið í undirbúningi í um áratug. „Helstu ógnanir við verkefnið eru þær að það er afar umfangsmikið og kallar á það að sveitarfélögin stígi varlega til jarðar varðandi allar ákvarðanir sem tengjast mögulegum útgjöldum og eftir atvikum kröfum viðsemjenda um fjárhagslegar ábyrgðir. Í þeim efnum verður að hafa í huga að gildandi sveitarstjórnarlög og önnur ákvæði laga um sveitarfélög takmarka mjög heimildir sveitarfélaga til að takast á herðar fjárhagslegar ábyrgðir eða ráðstafa fé sveitarsjóðs til áhætturekstrar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa í viðræðum við þýska fyrirtækið Bremenports neitað að taka á sig fjárhagslega ábyrgðir og skuldbindingar vegna fyrirhugaðrar byggingar stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Bremenports á að leiða fjármögnun og öflun verkefna fyrir höfnina og hefur farið fram á að sveitarfélögin skuldbindi sig og lýst því yfir að settar verði fram kröfur um frekari aðkomu ríkisins varðandi uppbyggingu innviða á svæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögmenn sveitarfélaganna tóku saman um miðjan janúar og Fréttablaðið hefur undir höndum. Fjallar hún um stöðu Finnafjarðarverkefnisins og lýsir meðal annars ágreiningsefnum sem komu upp í viðræðunum í fyrra. Þar segir að Bremenports virðist telja nauðsynlegt að væntanlegir sérleyfishafar hafnarinnar hafi tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina geti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu, auk þess sem engar lagaheimildir eru til staðar til þess að hægt sé að verða við henni,“ segir í skýrslunni. Þar er rifjað upp að í janúar í fyrra fékkst samþykki frá pólitískt kjörinni stjórn Bremenports fyrir þátttöku í verkefninu. Fulltrúar þess hafi hitt forsvarsmenn sveitarfélaganna á fjórum fundum á árinu og átt önnur margvísleg samskipti. Stóru línur verkefnisins virðast smám saman farnar að skýrast þrátt fyrir að engir samningar hafi verið undirritaðir. Hugmyndir séu uppi um stofnun þriggja sjálfstæðra félaga; þróunarfélags, hafnarfélags og félags landeigenda. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni eiga hafnarfélagið að fullu sem verði eigandi hafnarinnar og hafi umsjón með framkvæmdum á og við höfnina. Þróunarfélagið verði einnig í þeirra eigu en að auki Bremenports og utanaðkomandi fjárfesta. Viðræður um skiptingu hlutafjár og útfærslu á réttindum sem tengjast eignarhaldi í því félagi standa nú yfir. Fréttablaðið greindi í september frá fundi sveitarstjóra Langanesbyggðar með forsvarsmönnum kínverska fyrirtækisins Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, þar sem áformin um höfnina voru kynnt. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hennar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaganna, EFLU og Bremenports. Búið er að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Ljóst er að ef af framkvæmdum verður mun verkefnið hlaupa á tugum milljarða króna en það hefur verið í undirbúningi í um áratug. „Helstu ógnanir við verkefnið eru þær að það er afar umfangsmikið og kallar á það að sveitarfélögin stígi varlega til jarðar varðandi allar ákvarðanir sem tengjast mögulegum útgjöldum og eftir atvikum kröfum viðsemjenda um fjárhagslegar ábyrgðir. Í þeim efnum verður að hafa í huga að gildandi sveitarstjórnarlög og önnur ákvæði laga um sveitarfélög takmarka mjög heimildir sveitarfélaga til að takast á herðar fjárhagslegar ábyrgðir eða ráðstafa fé sveitarsjóðs til áhætturekstrar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira