19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:13 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. vísir/hanna Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira