Aðlögun Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun