Hægt að höfða einkamál láti lögregla mál niður falla: „Auðveldara að sanna í einkamáli en sakamáli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:30 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/Hanna Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“ Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23