Skortir gögn um trampólíngarð Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Ekki er öruggt að börn sem slasast hafa í Trampólingarðinum nái sér að fullu. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00