Logi segir Pedersen einn besta þjálfara sem hann hefur haft Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:00 Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira