Berskjölduð á sviðinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. febrúar 2018 06:00 „Þegar maður stígur á stórt svið gírar maður sig upp áður, brynjar sig jafnvel, en þarna á stofugólfinu er maður berskjaldaður og það heillar mig einmitt þegar ég hlusta á aðra tónlistarmenn.“ Vísir/Stefán „Ég byrjaði bara ein með gítarinn fyrir tólf árum en síðustu tíu ár hef ég verið með band með mér. Á Airwaves í fyrra ákvað ég að fara aftur í grunninn og umsjónarmenn Reykjavik Folk Festival fréttu að ég væri komin af stað, ein, með þjóðlagaskotna tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með á hátíðinni en markmiðið er að sameina unga og eldri tónlistarmenn sem flytja þjóðlagatónlist,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnars en hún kemur fram á Kexi hosteli á fimmtudaginn. Ný plata er á lokametrunum og mun Lára flytja efni af henni í bland við eldra efni á tónleikunum. Hún segir áskorun í því að standa aftur ein á sviðinu.Vildi ögra sjálfri sér „Það felst ákveðið öryggi í því að vera alltaf með skothelt band á bak við sig. Ég fann samt að þetta var næsta skref hjá mér, að fara aftur að flytja tónlistina sjálf. Ég fann fyrir þörf fyrir að ögra mér og eins fyrir að æfa mig á hljóðfærin. Ég hafði líka mikið verið að hlusta á þannig tónlist og hún hreyfir svo við manni, er svo einlæg og það verður svo náið samband við áhorfendur þegar maður er ekki með neitt á milli sín og þeirra. Þannig verður líka meira rými fyrir röddina og textana. Hljómsveit er ákveðin hækja og það eflir sjálfstraustið að gera þetta sjálf,“ segir Lára. Þegar platan verður tilbúin ætlar hún sér að ferðast um landið og helst halda tónleika inni í stofu heima hjá fólki.„Það er heljarinnar fjör í kringum fjölskyldulífið og mikil þörf á því að vera andlega til staðar og í jafnvægi. Og svo er mikilvægt að eiga nærandi samverustundir.“ Lára með syni sínum Rúnari Kormáki.Vísir/Stefán„Platan kemur út í maí. Sóley Stefáns tónlistarkona og Albert Finnbogason eru að útsetja og taka upp með mér. Við reynum að halda í frumlagasmíðina og setjum sem allra minnst ofan á lögin. Sem er ólíkt því sem ég hef gert áður. Við klárum vonandi á næstu tveimur vikum og planið er að fara af stað um landið í sumar, ein. Mest langar mig til þess að fara inn á heimili fólks og vera með stofutónleika,“ segir Lára. Hún hafi gert það áður og uppklifunin hafi verið engu lík. „Á Sófar Reykjavík spilaði ég inni á heimili, í 70 fermetra íbúð og eitthvað í kringum tuttugu manns voru að horfa á og hlusta. Það var alveg einstakt og er akkúrat það sem ég þarf núna. En þetta form er krefjandi. Þegar maður stígur á stórt svið gírar maður sig upp áður, brynjar sig jafnvel en þarna á stofugólfinu er maður berskjaldaður og það heillar mig einmitt þegar ég hlusta á aðra tónlistarmenn, að leyfa sér að vera bara eins og maður er og leyfa því sem maður er að upplifa þá stundina að skína í gegnum tónlistina.“Sækir ró í náttúruna Lára kennir jóga þegar hún er ekki að semja tónlist eða elta krakkana sína tvo, þriggja og níu ára. Hún opnaði nýlega súkkulaðisetrið Andagift þar sem fram fer tónheilun, hugleiðsla og kundalinijóga. Hún segir jógað fara vel með tónlistinni, og ekki síður fjölskyldulífinu. „Það er heljarinnar fjör í kringum fjölskyldulífið og mikil þörf á því að vera andlega til staðar og í jafnvægi.“ segir hún. Og svo er mikilvægt að eiga nærandi samverustundir „Við förum mikið í sund og helst út fyrir borgina um helgar. Sundlaugin í Hveragerði er í uppáhaldi. Ég á ættir að rekja til Ísafjarðar en þangað er of langt að skjótast í sund. Fjölskyldan átti lengi hús þar og við fórum þangað á hverju ári. Ísafjörður og Vestfirðir eru uppáhaldsstaðurinn minn á jörðinni. Ég fæ mikinn innblástur úr náttúrunni og kyrrðinni,“ segir Lára en viðurkennir að vera líka lattelepjandi miðbæjarrotta. „Ég myndi segja að ég væri „fiftí fiftí.“ Ég elska menninguna í Reykjavík en þarf líka einveru og nánd við náttúruna. Maður er alltaf að leita að þessari innri sátt, og sú leit hefur verið gegnumgangandi þema í tónlistinni minni. Ég er enn að leita. En ég er nær því að finna hana.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Ég byrjaði bara ein með gítarinn fyrir tólf árum en síðustu tíu ár hef ég verið með band með mér. Á Airwaves í fyrra ákvað ég að fara aftur í grunninn og umsjónarmenn Reykjavik Folk Festival fréttu að ég væri komin af stað, ein, með þjóðlagaskotna tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með á hátíðinni en markmiðið er að sameina unga og eldri tónlistarmenn sem flytja þjóðlagatónlist,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnars en hún kemur fram á Kexi hosteli á fimmtudaginn. Ný plata er á lokametrunum og mun Lára flytja efni af henni í bland við eldra efni á tónleikunum. Hún segir áskorun í því að standa aftur ein á sviðinu.Vildi ögra sjálfri sér „Það felst ákveðið öryggi í því að vera alltaf með skothelt band á bak við sig. Ég fann samt að þetta var næsta skref hjá mér, að fara aftur að flytja tónlistina sjálf. Ég fann fyrir þörf fyrir að ögra mér og eins fyrir að æfa mig á hljóðfærin. Ég hafði líka mikið verið að hlusta á þannig tónlist og hún hreyfir svo við manni, er svo einlæg og það verður svo náið samband við áhorfendur þegar maður er ekki með neitt á milli sín og þeirra. Þannig verður líka meira rými fyrir röddina og textana. Hljómsveit er ákveðin hækja og það eflir sjálfstraustið að gera þetta sjálf,“ segir Lára. Þegar platan verður tilbúin ætlar hún sér að ferðast um landið og helst halda tónleika inni í stofu heima hjá fólki.„Það er heljarinnar fjör í kringum fjölskyldulífið og mikil þörf á því að vera andlega til staðar og í jafnvægi. Og svo er mikilvægt að eiga nærandi samverustundir.“ Lára með syni sínum Rúnari Kormáki.Vísir/Stefán„Platan kemur út í maí. Sóley Stefáns tónlistarkona og Albert Finnbogason eru að útsetja og taka upp með mér. Við reynum að halda í frumlagasmíðina og setjum sem allra minnst ofan á lögin. Sem er ólíkt því sem ég hef gert áður. Við klárum vonandi á næstu tveimur vikum og planið er að fara af stað um landið í sumar, ein. Mest langar mig til þess að fara inn á heimili fólks og vera með stofutónleika,“ segir Lára. Hún hafi gert það áður og uppklifunin hafi verið engu lík. „Á Sófar Reykjavík spilaði ég inni á heimili, í 70 fermetra íbúð og eitthvað í kringum tuttugu manns voru að horfa á og hlusta. Það var alveg einstakt og er akkúrat það sem ég þarf núna. En þetta form er krefjandi. Þegar maður stígur á stórt svið gírar maður sig upp áður, brynjar sig jafnvel en þarna á stofugólfinu er maður berskjaldaður og það heillar mig einmitt þegar ég hlusta á aðra tónlistarmenn, að leyfa sér að vera bara eins og maður er og leyfa því sem maður er að upplifa þá stundina að skína í gegnum tónlistina.“Sækir ró í náttúruna Lára kennir jóga þegar hún er ekki að semja tónlist eða elta krakkana sína tvo, þriggja og níu ára. Hún opnaði nýlega súkkulaðisetrið Andagift þar sem fram fer tónheilun, hugleiðsla og kundalinijóga. Hún segir jógað fara vel með tónlistinni, og ekki síður fjölskyldulífinu. „Það er heljarinnar fjör í kringum fjölskyldulífið og mikil þörf á því að vera andlega til staðar og í jafnvægi.“ segir hún. Og svo er mikilvægt að eiga nærandi samverustundir „Við förum mikið í sund og helst út fyrir borgina um helgar. Sundlaugin í Hveragerði er í uppáhaldi. Ég á ættir að rekja til Ísafjarðar en þangað er of langt að skjótast í sund. Fjölskyldan átti lengi hús þar og við fórum þangað á hverju ári. Ísafjörður og Vestfirðir eru uppáhaldsstaðurinn minn á jörðinni. Ég fæ mikinn innblástur úr náttúrunni og kyrrðinni,“ segir Lára en viðurkennir að vera líka lattelepjandi miðbæjarrotta. „Ég myndi segja að ég væri „fiftí fiftí.“ Ég elska menninguna í Reykjavík en þarf líka einveru og nánd við náttúruna. Maður er alltaf að leita að þessari innri sátt, og sú leit hefur verið gegnumgangandi þema í tónlistinni minni. Ég er enn að leita. En ég er nær því að finna hana.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira