Edduverðlaunin eru í beinni útsendingu á RÚV. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar og í kvöld eru verðlaun veitt í tuttugu og sex flokkum auk heiðursverðlauna Eddunnar.
Fangar er íslensk þáttaröð sem sýnd var á RÚV í ársbyrjun 2017. Þáttaröðin er hugarfóstur leikkvennanna Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nína Daggar Filippusdóttur og fjallar um konur sem sitja inni í kvennafangelsinu í Kópavogi. Ragnar Bragason fer með leikstjórn þáttaraðarinnar og Margrét Örnólfsdóttir skrifaði handritið.

Það hafi fyrst og fremst verið fyrir kvenfanga sem þær hafi gert sjónvarpsþáttaseríuna. Eftir að hafa varið tíma með konunum og heyrt sögur þeirra varð ljóst að raddir þeirra þurftu að fá að hljóma.
„Við tileinkum þeim verðlaunin því þær voru uppspretta og innblástur sjónvarpsþáttaseríu sem við, hér öll sem stöndum á sviðinu, erum nú stolt af að kynna fyrir heimsbyggðinni, mitt í ólgandi byltingu.“