Tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 "Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur,“ segir Hlíf sem hér er með öðrum fiðluleikara í Spiccato, Martin Frewer. Fréttablaðið/Stefán Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira