Skuldaprísundir Þorvaldur Gylfason skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Ein helzta skylda almannavaldsins er að tryggja jafnræði milli manna. Þetta stendur skýrum stöfum t.d. í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna frá 1776. Hún hefst svo að loknum aðfaraorðum (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; …“ Sams konar ákvæði er einnig að finna í stjórnarskrá Íslands frá 1944 en þó ekki fyrr en í 65. grein af 81: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda ...“ Nýja stjórnarskráin frá 2011 sem Alþingi er enn að reyna að koma sér undan að staðfesta orðar þessa hugsun betur, finnst mér (og fyrr, í 6. grein af 114): „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda …“ Aðfaraorðin framan við sjálfan stjórnarskrártextann leggja línuna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Jafnræðiskrafan birtist strax í blábyrjun frumvarpsins.Að jafna aðstöðumun Skylda almannavaldsins snýr m.a. að því að tryggja rétt þeirra sem höllum fæti standa gagnvart öðrum sem síður þurfa á sérstakri vernd að halda. Tökum dæmi. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda sjúklinga gegn læknum þar eð læknarnir vita svo miklu meira um veikindi en flestir sjúklingar. Sama mætti segja um bílaviðgerðamenn og bíleigendur, en þar er aðstöðumunurinn jafnan talinn vera viðurhlutaminni svo löggjafinn lætur sér nægja almenn úrræði varðandi slík samskipti. Vandinn varðandi aðstöðumun í heilbrigðisþjónustunni er einkum brýnn í þeim löndum þar sem hún er að miklu leyti einkarekin því þá eru stundum miklir fjárhagsmunir í húfi.Lyfjafyrirtæki … Á þetta hefur reynt í Bandaríkjunum síðustu ár. Lyfjafyrirtæki fengu þingið til að létta hömlum af sölu vanabindandi verkjalyfja. Slík lyf hafa flætt yfir landið og leitt til faraldurs ótímabærra dauðsfalla af völdum of stórra skammta. Slík dauðsföll eru nú þriðja algengasta dánarorsök Bandaríkjamanna á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt tvö síðustu ár. Fyrirtækin vissu hvað þau voru að gera þegar þau fengu þingið til að fella úr lögum þá vernd sem sjúklingar höfðu áður gegn lyfjafyrirtækjum. Þau buðu starfsmönnum Lyfjaeftirlitsins (Drug Enforcement Administration) gull og græna skóga fyrir að ganga til liðs við þau og grafa undan eftirlitinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins fyrir heill og hamingju einstaklinga heldur fyrir samfélagið allt. Fylgi Trumps forseta í forsetakosningunum 2016 stóð í beinu sambandi við útbreiðslu dauðsfallafaraldursins sýslu fyrir sýslu um landið allt eins og hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur kortlagt ásamt konu sinni Anne Case. Forsetinn hefur því hag af því líkt og lyfjafyrirtækin að fólkið haldi áfram að hrynja niður af völdum of stórra skammta nema hægt sé að opna augu kjósenda fyrir samhenginu.… og bankar Sama munstur er vel þekkt í bankaheiminum. Fram að hruni 2008 löðuðu bankar til sín fjármálaeftirlitsmenn gagngert til að veikja eftirlitið. Hliðstæðan við lyfjabransann nær lengra því bankamenn vita yfirleitt meira um fjármál og fjármálagerninga en flestir viðskiptavinir þeirra. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda viðskiptavini banka gegn bankamönnum, þ.e. til að vernda saklaust fólk gegn óprúttnum sölumönnum og þá um leið gegn sjálfu sér. Þaðan er t.d. ættað bannið gegn verðtryggingu neyzlulána sem bönkum hélzt uppi að brjóta gegn árum saman án þess að Seðlabanki Íslands segði múkk eða Alþingi. Lagavernd almennings hefur ekki dugað betur en svo að enn eru dómstólar að dæma að því er virðist saklaust fólk frá eignum sínum þótt bráðum séu tíu ár liðin frá hruni. Aukin umsvif smálánafyrirtækja sem hafa hneppt fjölda fólks í fjötra vitna enn frekar um vanhirðu almannavaldsins. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki ganga á lagið. Stjórnendur þeirra vita að þeim fyrirgefst jafnan meira en skuldunautum þeirra og þeir gera út á þessa slagsíðu. Þetta er gömul saga. Faðirvorið hvetur menn til að fyrirgefa skuldunautum sínum en nefnir ekki lánardrottna; þeir geta jafnan séð um sig sjálfir. Bankar sjá sér yfirleitt hag í að þenja útlán sín umfram viðtekin öryggismörk þar eð stjórnendur þeirra vita af reynslunni að óforsjálir skuldarar – nema nokkrir útvaldir! – þurfa jafnan að taka skellinn ef boginn er spenntur of hátt. Þessi hliðarhalli skýrir hvers vegna skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar sem raun ber vitni um og fara víða vaxandi. Skv. Eurostat, OECD og Seðlabanka Íslands voru skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum enn sem jafnan fyrr mun hærri á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum 2016. Miklar skuldir eru þyngri byrði fyrir skuldara hér heima en víða annars staðar þar eð vextir eru vegna fákeppni miklu hærri hér en þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ein helzta skylda almannavaldsins er að tryggja jafnræði milli manna. Þetta stendur skýrum stöfum t.d. í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna frá 1776. Hún hefst svo að loknum aðfaraorðum (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; …“ Sams konar ákvæði er einnig að finna í stjórnarskrá Íslands frá 1944 en þó ekki fyrr en í 65. grein af 81: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda ...“ Nýja stjórnarskráin frá 2011 sem Alþingi er enn að reyna að koma sér undan að staðfesta orðar þessa hugsun betur, finnst mér (og fyrr, í 6. grein af 114): „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda …“ Aðfaraorðin framan við sjálfan stjórnarskrártextann leggja línuna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Jafnræðiskrafan birtist strax í blábyrjun frumvarpsins.Að jafna aðstöðumun Skylda almannavaldsins snýr m.a. að því að tryggja rétt þeirra sem höllum fæti standa gagnvart öðrum sem síður þurfa á sérstakri vernd að halda. Tökum dæmi. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda sjúklinga gegn læknum þar eð læknarnir vita svo miklu meira um veikindi en flestir sjúklingar. Sama mætti segja um bílaviðgerðamenn og bíleigendur, en þar er aðstöðumunurinn jafnan talinn vera viðurhlutaminni svo löggjafinn lætur sér nægja almenn úrræði varðandi slík samskipti. Vandinn varðandi aðstöðumun í heilbrigðisþjónustunni er einkum brýnn í þeim löndum þar sem hún er að miklu leyti einkarekin því þá eru stundum miklir fjárhagsmunir í húfi.Lyfjafyrirtæki … Á þetta hefur reynt í Bandaríkjunum síðustu ár. Lyfjafyrirtæki fengu þingið til að létta hömlum af sölu vanabindandi verkjalyfja. Slík lyf hafa flætt yfir landið og leitt til faraldurs ótímabærra dauðsfalla af völdum of stórra skammta. Slík dauðsföll eru nú þriðja algengasta dánarorsök Bandaríkjamanna á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt tvö síðustu ár. Fyrirtækin vissu hvað þau voru að gera þegar þau fengu þingið til að fella úr lögum þá vernd sem sjúklingar höfðu áður gegn lyfjafyrirtækjum. Þau buðu starfsmönnum Lyfjaeftirlitsins (Drug Enforcement Administration) gull og græna skóga fyrir að ganga til liðs við þau og grafa undan eftirlitinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins fyrir heill og hamingju einstaklinga heldur fyrir samfélagið allt. Fylgi Trumps forseta í forsetakosningunum 2016 stóð í beinu sambandi við útbreiðslu dauðsfallafaraldursins sýslu fyrir sýslu um landið allt eins og hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur kortlagt ásamt konu sinni Anne Case. Forsetinn hefur því hag af því líkt og lyfjafyrirtækin að fólkið haldi áfram að hrynja niður af völdum of stórra skammta nema hægt sé að opna augu kjósenda fyrir samhenginu.… og bankar Sama munstur er vel þekkt í bankaheiminum. Fram að hruni 2008 löðuðu bankar til sín fjármálaeftirlitsmenn gagngert til að veikja eftirlitið. Hliðstæðan við lyfjabransann nær lengra því bankamenn vita yfirleitt meira um fjármál og fjármálagerninga en flestir viðskiptavinir þeirra. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda viðskiptavini banka gegn bankamönnum, þ.e. til að vernda saklaust fólk gegn óprúttnum sölumönnum og þá um leið gegn sjálfu sér. Þaðan er t.d. ættað bannið gegn verðtryggingu neyzlulána sem bönkum hélzt uppi að brjóta gegn árum saman án þess að Seðlabanki Íslands segði múkk eða Alþingi. Lagavernd almennings hefur ekki dugað betur en svo að enn eru dómstólar að dæma að því er virðist saklaust fólk frá eignum sínum þótt bráðum séu tíu ár liðin frá hruni. Aukin umsvif smálánafyrirtækja sem hafa hneppt fjölda fólks í fjötra vitna enn frekar um vanhirðu almannavaldsins. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki ganga á lagið. Stjórnendur þeirra vita að þeim fyrirgefst jafnan meira en skuldunautum þeirra og þeir gera út á þessa slagsíðu. Þetta er gömul saga. Faðirvorið hvetur menn til að fyrirgefa skuldunautum sínum en nefnir ekki lánardrottna; þeir geta jafnan séð um sig sjálfir. Bankar sjá sér yfirleitt hag í að þenja útlán sín umfram viðtekin öryggismörk þar eð stjórnendur þeirra vita af reynslunni að óforsjálir skuldarar – nema nokkrir útvaldir! – þurfa jafnan að taka skellinn ef boginn er spenntur of hátt. Þessi hliðarhalli skýrir hvers vegna skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar sem raun ber vitni um og fara víða vaxandi. Skv. Eurostat, OECD og Seðlabanka Íslands voru skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum enn sem jafnan fyrr mun hærri á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum 2016. Miklar skuldir eru þyngri byrði fyrir skuldara hér heima en víða annars staðar þar eð vextir eru vegna fákeppni miklu hærri hér en þar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun