Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.
Kerfislægt ójafnræði
„Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti?
„Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.
Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“

Ingvar Vigur leiðir lista félagsins!
Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur.„Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“

Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“
Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu
Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg.„Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“
Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni.