Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 12:55 Teikning úr réttarsal í Kaupmannahöfn þar sem ljósmyndarar eru bannaðir. Peter Madsen er til vinstri á teikningunni. Vísir/EPA „Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35