Ungu stelpurnar okkar með stáltaugar og kynnast ABBA á vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 16:00 Ungu vítaskytturnar Ingibjörg Sigurðardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Agla María Albertsdóttir en fyrir neðan þær er hljómsveitin ABBA. Vísir/Samsett/Getty Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn