Lokkum tæknifyrirtækin til Íslands Smári McCarthy skrifar 8. mars 2018 07:00 Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun